Verklagnir ehf
Verklagnir ehf. er leiðandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu á varmadælum. Verklagnir ehf. starfrækja verslun og sýningarsal að Smiðjuvegi 70 í Kópavogi, í gulri götu, en verkefni fyrirtækisins eru einkum á landsbyggðinni þar sem ekki er að finna jafn hagstæða hitaveitu og á höfuðborgarsvæðinu.
Verklagnir ehf. flytja inn varmadælur frá Daikin og Thermia. Daikin er japanskt fyrirtæki með höfuðstöðvar og framleiðslu í öllum heimsálfum. Verklagnir eiga viðskipti við Daikin Europe sem sér um framleiðsluna innan Evrópu. Thermia er sænskt fyrirtæki í eigu Danfoss. Það framleiðir allar sínar varmadælur í Arvika í Svíþjóð.
Til eru margar útfærslur af varmadælum. „Loft í loft“ dælurnar nýta útiloft til orkusöfnunar og skila hitanum frá sér með lofthitun. „Loft í vatn“ nýta útiloft til orkusöfnunar og skila hitanum frá sér inn á vatnshitakerfi eins og ofna eða í gólfhita. „Vatn í vatn“ dælur sækja yfirleitt orkuna í jörðu en geta einnig sótt hana í vatn eða í sjó; slíkar varmadælur skila alltaf hitanum á vatnshitakerfi, t.d. ofna eða gólfhita; eru þær oft kallaðar jarðvarmadælur.
Verklagnir ehf. bjóða upp á mesta úrvalið af varmadælum á Íslandi. Í verslun og sýningarsal fyrirtækisins að Smiðjuvegi 70 í Kópavogi er hægt að skoða allar helstu útfærslur varmadæla en Verklagnir ehf. bjóða upp á lausnir fyrir allar gerðir húsnæðis, s.s. íbúðarhús, sumarhús, hótel, sundlaugar og atvinnuhúsnæði. Varmadælur hafa einnig reynst vel við að hita upp sundlaugarvatn.
Þeir sem búa á köldum svæðum (þar sem ekki er hitaveita) og þurfa að kynda hús sín með olíu eða rafmagni geta lækkað orkukostnað sinn um allt að 85% með kaupum á varmadælu. Það er undir hitakerfi hússins og staðsetningu á landinu komið hversu vel tekst að nýta eiginleika varmadælunnar til lækkunar á húshitunarkostnaði.
Gefum Pétri Bjarna Gunnlaugssyni hjá Verklögnum orðið:
„Við sjáum allt að 85% orkusparnað við bestu aðstæður en sjaldan lægri sparnað en 60% þar sem skipt hefur verið yfir í varmadælu. Slíkum sparnaði er þó ekki hægt að ná nema við vissar aðstæður. Við getum þó sagt með vissu að það sparast allt að tveir þriðju. Sumstaðar á heitum svæðum er notkun varmadælu allt að 50% ódýrari en hitaveita. Þar erum við að tala um dýrari hitaveitur. Snæfellsbær er sennilega það sveitarfélag á Íslandi sem er komið hvað lengst í að hagnýta sér kosti varmadæla til upphitunar. Í björgunarsveitarhúsi Lífsbjargar í Rifi var sett upp varmadæla sem nýtir varma úr sjónum til hitunar á húsnæðinu. Sundlaugin í Ólafsvík nýtir einnig varmadælur til upphitunar, en dælurnar sækja orkuna í kalt vatn úr bæjarveitunni. Við ákveðnar aðstæður getur einnig borgað sig að nota varmadælu í stað hitaveitu þar sem rekstur varmadælu er í sumum tilfellum mun hagkvæmari kostur en hitaveita. Það á einkum við um dýrari hitaveitur.
Í Úthlíð og á fleiri stöðum, þar sem hitaveita er í boði, hafa t.d. verið settar upp varmadælur í sumarhús, en hitaveita í sumarhús er almennt frekar dýr. Rekstarkostnaður hefur verið lægri á varmadælu en af hitaveitu á þessum svæðum.“
Þeir húseigendur sem búa á köldum svæðum geta hins vegar fengið aðstoð við að koma sér upp varmadælu í íbúðarhúsnæði sitt. Aðstoðin er í formi niðurgreiðslu vegna kaupa á tækjabúnaðinum og endurgreiðslu á virðisaukaskatti af kaupverðinu. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Orkustofnun.
Verklagnir ehf. hafa á undanförnum árum selt varmadælur í fleiri hundruð hús á landinu og hefur reynslan af þeim almennt verið mjög góð.
Verklagnir ehf. hafa nýverið hafið sölu á nýrri og öflugri loft í loft varmadælu frá Daikin sem getur haldið jöfnu raka- og hitastigi innanhúss, sem aftur dregur úr myndun myglu og bætir lífsgæði verulega.
Verklagnir ehf
Smiðjuvegi 70 | gul gata
200 Kópavogur
Sími: 517 0270
Netfang: verklagnir@verklagnir.is
Opið: mán-fös 10:00 – 18:00