fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Bjarkey Olsen: Gagnrýnir nýjar flugvélar Flugfélags Íslands

Var í vélinni þegar nauðlenda þurfti í Keflavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. mars 2016 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég gagnrýni aðallega að allt sé sett úr skoðrum. Það er eins og kerfið hjá félaginu sé ekki undir þetta búið“ segir varaformaður þingflokks VG, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir um nýjan flugvélaflota Flugfélags Íslands.

Bjarkey segist hafa ferðast einu sinni með einni af nýju flugvélum flugfélagsins, það hafi verið ferðin þar sem hafi þurft að nauðlenda í Keflavík. „Ég ferðast að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, það er mikið sama fólkið, margir eru ekki sáttir.“

Að sögn Bjarkeyjar ferðast hún með samstarfsfélaga tvisvar í viku, sem sé frekar flughrædd. „Tilfinning fólks er eins og þetta sé ekki traustvekjandi. Dóttir mín flaug norður núna í gær og flugvélin hennar átti að koma klukkan hálf níu en kemur ekki fyrr en um um miðnætti.“ Í samtali við blaðamann sagði Bjarkey að þegar Fokker-vélarnar voru teknar í gagnið, þá hafi verið svipaðir byrjunarörðugleikar. Samt sem áður þurfi að gera betur. „Flugfélagið segir að þeir séu klárir með þetta, en það virkar á mann eins og svo sé ekki,“ segir Bjarkey að lokum.

Ekki náðist í Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands vegna málsins.

Bombardier Q400 hjá Flugfélagi Íslands
Nýjar flugvélar Bombardier Q400 hjá Flugfélagi Íslands

Get ekki orða bundist. Var um borð þegar vélin þurfti að lenda með tilheyrandi látum í Keflavík en átti að fara til…

Posted by Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir on Tuesday, March 29, 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband