fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Frans páfi kominn á Instagram

Með yfir 500 þúsund fylgjendur á nokkrum klukkustundum – „Ég er að hefja nýtt ferðalag“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. mars 2016 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi er kominn með sinn eigin aðgang á Instagram. Aðgangurinn varð virkur í morgun og hefur páfi þegar birt tvær myndir á samfélagsmiðlinum.

Frans páfi tilkynnti síðastliðinn fimmtudag að hann myndi stofna aðgang á Instagram og að hann yrði gerður virkur í dag. Nú, þegar aðeins nokkrar klukkustundir eru síðan Frans gerðist notandi, hefur yfir hálf milljón manns byrjað að fylgja honum á Instagram.

Instgram er þó ekki eini samfélagsmiðilinn sem Frans páfi notar. Hann er til að mynda öflugur á Twitter, þar sem hann er með hátt í 9 milljónir fylgjenda. Frans birti færslu á Twitter fyrr í dag þar sem hann tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri kominn á Instagram.

„Ég er að hefja nýtt ferðalag, á Instagram, þar sem ég geng með ykkur á Guðs vegum,“ sagði Frans á Twitter.

//platform.twitter.com/widgets.js

Notendanafn Frans páfa á Instagram er „Franciscus.“ Hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem hann er búinn að birta.

A photo posted by Pope Francis (@franciscus) on

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“
Fókus
Í gær

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Fyrir 3 dögum

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live