fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024

Tyrkneskt útgöngubann í boði NATÓ

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. mars 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ljóst var að HDP, flokkur Kúrda, komst yfir tíu prósenta þröskuldinn sem þarf að stíga yfir til að fá sæti á tyrkneska þinginu og jafnframt að Erdogan forseti hafði misst meirihluta á þinginu í júníkosningunum í fyrra, þá spáðu margir fréttaskýrendur því að skammt væri þess að bíða að tyrkneski herinn hæfi hryðjuverkaaðgerðir gegn Kúrdum í suðausturhluta Tyrklands.

Þetta gekk eftir. Tyrkneska stjórnin hóf ofsóknirnar með blessun NATÓ en sú blessun fékkst á fundi fulltrúa allra NATÓ-ríkjanna í Brussel í lok júlí. Kúrdar voru sagðir ábyrgir fyrir hryðjuverkum stjórnarhersins, jafnvel þeim sem beindust að þeim sjálfum. Samhliða voru fjölmiðlar og dómstólar virkjaðir í skipulegri ofsóknarherferð.

Dómarar taka þátt í þöggun

Að meðaltali eru þrjú dómsmál á dag vegna meintra ærumeiðandi ummæla um Erdogan forseta og móðgana í hans garð. Fjölmiðlar hafa verið ofsóttir og eru þess dæmi að málgögn Kúrda hafi verið tekin yfir að öflum hliðhollum stjórninni og nú látin tala gegn málstað Kúrda, sverta hann og afbaka.
Friðar- og sáttastefnan sem stjórnvöldin í Ankara og Kúrdar höfðu fylgt síðan 2013 er með öðrum orðum fyrir bí og eru átök smám saman að þróast út í opið stríð þar sem hryðjuverk eru framin á báða bóga. Aðstöðu stríðandi afla er hins vegar ekki saman að jafna. Tyrkneski herinn hefur að sjálfsögðu yfirburða aðstöðu og nýtir hann yfirburði sína á meðal annars með því að setja á útgöngubann á svæðum þar sem Kúrdar eru hvað öflugastir. Víða í suðausturhluta Tyrklands hefur útgöngubann verið meira og minna síðan í ágúst.

Hvað er útgöngubann?

Útgöngubann er mjög harkaleg kúgunaraðgerð. Strangt útgöngubann þýðir að fólki er með öllu bannað að fara út af heimili sínu til að afla matar, lyfja og annarra nauðsynja. Slíkt útgöngubann hefur til dæmis verið í höfuðstað Kúrdabyggðanna í Tyrklandi, Diyarbakir, að meira eða minna leyti í þrjá mánuði. Þessu hefur fylgt takmörkun á rafmagni og einnig vatni. Hvað gerir fólk við slíkar aðstæður? Einhverjir reyna að sæta færis og fara á milli húsa án þess að eftir verði tekið. Þá eiga þeir það hins vegar á hættu að verða fyrir skothríð hersins. Frá því ofbeldið gegn Kúrdum hófst nú í haust hafa tvö hundruð og níutíu einstaklingar verið drepnir með þessum hætti – skotnir á færi! Ekki nóg með það, heilir borgar- og bæjarhlutar hafa verið jafnaðir við jörðu. Allt er þetta eins ofbeldisfullt og hefnigjarnt sem verða má. Alls er talið að tæplega á átta hundruð óbreyttir borgarar hafi fallið fyrir tyrkneska hernum á síðustu sex mánuðum. Þessu hefur fylgt mikil eyðilegging á húsakynnum. Ástandið fer hríðversnandi.

Sem allir Íslendingar á flótta

Sumir reyna að flýja svæðin þar sem herinn er hvað grimmastur. Ætlað er að tala þeirra Kúrda sem nú eru á faraldsfæti – á flótta í eigin landi – vegna þessara síðustu atburða sé rúmlega þrjú hundruð þúsund. Það er eins og öll íslenska þjóðin væri á faraldsfæti. Frá fyrrnefndri Diyarbakir-borg einni er talan sögð vera á milli þrjátíu og fimmtíu þúsund. Þetta eru flóttamenn morgundagsins í Evrópu.

Leggjum blessun okkar yfir stríðsglæpi

Í höfuðstöðum Evrópusambandsins í Brussel ræða menn nú um kvótaskiptingu flóttamanna frá þessum slóðum. En hvernig væri að hætta að framleiða flóttamenn? Hvernig væri að bandalagsþjóðirnar í NATÓ tækju fram fyrir hendurnar á tyrkneskum yfirvöldum, stilltu þeim upp við vegg og segðu, annaðhvort er það búið með veru ykkar í NATÓ eða þið hættið að brjóta mannréttindi á Kúrdum. Og hvernig væri að taka upp umræðu um útgöngubann sem án nokkurs vafa flokkast sem stríðsglæpur því alþjóðalög kveða á um bann við að beina hernaðaraðgerðum að óvopnuðu saklausu fólki.

Óbein aðild Íslands að stríðsglæpum

Hver er ábyrgð okkar? Fulltrúar Íslands sátu eflaust fund NATÓ í lok júlí þar sem ákveðið var horfa framhjá ofbeldi tyrkneskra yfirvalda gegn Kúrdum. Með þögn okkar leggjum við því blessun Íslands yfir stríðsglæpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Dóra Björt lætur Sjálfstæðisflokkinn fá það óþvegið – Stolt að hafa haldið honum frá völdum í borginni

Dóra Björt lætur Sjálfstæðisflokkinn fá það óþvegið – Stolt að hafa haldið honum frá völdum í borginni
Kynning
Fyrir 3 klukkutímum

Boozt.com: Jólagjöf með týpuna í huga

Boozt.com: Jólagjöf með týpuna í huga
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Amorim gagnrýnir þennan þátt í leik Hojlund og segir að hann verði að bæta þetta

Amorim gagnrýnir þennan þátt í leik Hojlund og segir að hann verði að bæta þetta
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fólk steinhissa að sjá hver sat með Ferguson á vellinum í gær

Fólk steinhissa að sjá hver sat með Ferguson á vellinum í gær
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum Grindvíkingurinn ráðleggur Amorim hvernig hann getur safnað pening á Old Trafford

Fyrrum Grindvíkingurinn ráðleggur Amorim hvernig hann getur safnað pening á Old Trafford
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Útlit Lindsay Lohan vekur upp spurningar – Hvað hefur hún látið gera við sig?

Útlit Lindsay Lohan vekur upp spurningar – Hvað hefur hún látið gera við sig?