fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Fagnar 100 ára afmæli: Hefur aldrei drukkið áfengi eða notað förðunarvörur

Segir að snyrtivörur séu „af hinu illa“

Auður Ösp
Föstudaginn 18. mars 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruby Mathieson frá Glasgow í Skotlandi fagnaði 100 ára afmæli sínu á dögunum og voru margir sammála um að hún bæri aldurinn ansi hreint vel. Aðspurð um leyndarmálið að baki hinu unglega útliti sagði hún að það væri nokkuð einfalt.

Í ljós kom að leyndarmál hennar er ekki rándýr andlitskrem eða botoxsprautur. Þessi spræka eldri kona segist aldrei á ævinni hafa gengið með andltsfarða, ekki einu sinni þegar hún gifti sig. Segir hún að snyrtivörur séu af hinu illa og lætur sér þess í stað nægja að þvo andlitið á hverjum degi með köldu vatni.

Segir hún að þrátt fyrir að hafa orðið vitni að alls kyns tískustraumum í förðun í gegnum tíðina þá hafi hún aldrei freistast til þess að mála sig. Þá segir dóttir Ruby, hin 46 ára gamla Rona Mattis að hún hafi aldrei séð förðunarvörur á heimili sínu þegar hún ólst upp og telur hún að móðir sín hafi tekið upp þetta viðhorf af ömmu hennar sem notaði heldur aldrei farða á meðan hún lifði. Þá minnist hún þess að hafa ætíð séð móður sína drekka stórt glas af vatni á hverjum morgni og aldrei nokkurn tímann smakkað áfengi.

Sjálf segir Ruby að lykilinn að langlífínu sé „mikið af skosku lofti“ enda sé séu reglulegir göngutúrar hennar líf og yndi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“
Fókus
Í gær

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Fyrir 3 dögum

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live