fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Traust á heilbrigðiskerfið hrynur: Flestir treysta Landhelgisgæslunni

Mesta aukningin hjá embætti forseta Íslands – Borgarstjórn lækkar verulega

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. mars 2016 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Traust almennings til heilbrigðiskerfisins hefur lækkað um 14% samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þannig er traust almennings til kerfisins 46% nú. Þá vekur athygli að dómskerfið lækkar einnig verulega, eða um 11%. Þá minnkar einnig traust til ríkissaksóknara og umboðsmanns Alþingis lítillega.

Borgarstjórn Reykjavíkur fellur einnig töluvert í traustkönnun Gallup og mælist með 19%, og minnkar traustið því um 12%.

Bankakerfið nýtur minnsts trausts almennings, eða 12%. Traust almennings til bankakerfisins stendur þó í stað.
Landhelgisgæslan nýtur langmests trausts almennings, eða 92% og hækkar um 11% frá síðustu könnun. Næst kemur lögreglan, sem er með 74% og lækkar um 3% þrátt fyrir fréttir af miklum erjum innanhúss.

Hástökkvari könnunarinnar er þó embætti forseta Íslands. Það hækkar um 14% og er nú í 57%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Finna vel fyrir skjálftum í Grindavík en þar eru átta sem neita að fara

Finna vel fyrir skjálftum í Grindavík en þar eru átta sem neita að fara
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni“

„Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mikil reiði í garð ferðamanns sem klifraði upp píramída

Mikil reiði í garð ferðamanns sem klifraði upp píramída
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stjörnublikksdóminum snúið við – Sönnuðu þjófnað á sölustjóra

Stjörnublikksdóminum snúið við – Sönnuðu þjófnað á sölustjóra
Fréttir
Í gær

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi
Fréttir
Í gær

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“