fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Heilbrigðisráðherra: Landspítalinn verður við Hringbraut

Gagnrýnir vinnubrögð forsætisráðherra harðlega

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. mars 2016 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sagði í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að vinnubrögð forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, og Framsóknarflokksins, séu ekki boðleg í sambandi við staðsetningu nýs spítala. Kristján Þór segist hafa fyrst heyrt af staðsetningu spítalans á Vífilsstöðum í fjölmiðlum á föstudaginn.

Sigmundur Davíð lýsti því yfir síðastliðinn föstudag að Landspítalinn ætti að vera annarsstaðar en við Hringbraut og hefur í því samhengi nefnt Vífilsstaði í Garðabæ.
Kristján segir að hann, sem og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hafi báðir heyrt fyrst af málinu síðastliðinn föstudag og gagnrýnir forsætisráðherra og flokkssystkini hans. Kristján segir að ekki sé boðlegt að vinna með þessum hætti að viðkvæmum flokki eins og heilbrigðismálin séu.

„Við sjáum þess ágætlega stað í því ákalli sem að almenningur í þessu landi er að senda stjórnmálum, ekki bara ríkisstjórninni heldur Alþingi öllu. Áttatíu og fimm þúsund manns eru búin kalla eftir því að við stöndum betur vörð um heilbrigðismálin í þessu þjóðfélagi.“

Kristján segir stjórnvöld vera byrjuð að svara ákallinu.

Vorið 2014 sagði forsætisráðherra á Alþingi að engin ákvörðun hafi verið tekin um að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut. Menn hafi verið með misjafnar skoðanir, en Hringbraut hafi þó alltaf verið upphaflega staðsetningin. Vegna þessarra ólíku sjónarmiða hafi frekar verið ákveðið að ráðast í endurbætur á meðan aðrir kostir yrði metnir.
Kristján Þór segir að öruggt sé að Landspítalinn verði við Hringbraut. Það hafi verið ákveðið á Alþingi árið 2010 og endanlega staðfest árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði