fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fókus

Var neitað um að kaupa áfengi vegna öra á handleggjum

„Það er ógeðslegt að verða vitni að því að einhver haldi að örin mín séu tilkomin vegna þess að ég sé hættuleg sjálfri mér og öðrum“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 16. mars 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona segist hafa orðið fyrir mikilli niðurlægingu eftir að starfsmaður matvöruverslunar neitaði að leyfa henni að kaupa áfengi sökum þess að handleggir hennar eru þaktir örum eftir sjálfskaða. Segir hún augljóst að þörf er á fræðslu fyrir almenning um þessi mál og eyða þurfi fordómum.

Hin 21 árs gamla Becci Wain sem kemur frá smábænum Fulbourn nálægt Cambridge á Englandi segist hafa ætlað að kaupa kampavínsflösku fyrir afmæli vinar síns og sýnt kassastarfsmanni verslunarkeðjunnar skilríki sín. Segir hún að starfsmaðurinn hafi þá litið á handleggi hennar og sagt: „Ertu viss um að þú megir kaupa þetta með öll þessi ör á höndunum á þér?“

„Hún sagði því næst að hún gæti ekki selt mér þessa vöru. Það voru þrír viðskiptavinir í röð á eftir mér og þetta var ótrúlega niðurlægjandi,“ segir Becci jafnframt og lýsir því næst viðbrögðum verslunarstjórans sem hún krafðist að fá að tala við. „Hann sagði að samkvæmt stefnu verslunarinnar væri þeim óheimilt að selja mér áfengi út af örunum mínum,“ segir hún og furðar sig á viðbrögðunum ekki síst vegna þess að það hafi verið augljóst að um gjöf var að ræða þar sem að hún var einnig að kaupa poka fyrir flöskuna og afmæliskort.

Hún segist löngu vera hætt öllum sjálfskaða; örin á höndum hennar séu orðin hálfs árs gömul og að hún sæki reglulega meðferð hjá sálfræðingi. „Ég er á góðum stað núna en það er ógeðslegt að verða vitni að því að einhver haldi að örin mín séu tilkomin vegna þess að ég sé hættuleg sjálfri mér og öðrum,“ segir hún og bendir á einstaklingar sem bera ör vegna sjálfskaða séu margir á mjög viðkvæmum stað og það viðhorf sem mætti henni í matvörubúðinni sé síst til þess fallið að hjálpa. Það geti jafnvel leitt til þess að sumir þessara einstaklinga sæki ennþá meir í það að skaða sig.

Hún segir augljóst að þörf sé á fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk verslana hvað þetta varðar. „Ég hef aldrei reynt að fela örin mín, enda á ég ekki að þurfa þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Öllum er sama nema þú sért sætur eða að deyja, sem betur fer er ég bæði“

Vikan á Instagram – „Öllum er sama nema þú sért sætur eða að deyja, sem betur fer er ég bæði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nonni missti son sinn og ber starfsmann þungum sökum: „Drengurinn fékk fyrstu benzo lyfin á Stuðlum, hjá starfsmanni“

Nonni missti son sinn og ber starfsmann þungum sökum: „Drengurinn fékk fyrstu benzo lyfin á Stuðlum, hjá starfsmanni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Helena er Ungfrú Ísland 2025

Helena er Ungfrú Ísland 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Erfitt að horfa á stærri menn með kærustunni í kynlífspartýjum

Erfitt að horfa á stærri menn með kærustunni í kynlífspartýjum