fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fókus

Afmæli 15 ára stúlku kostaði 800 milljónir: Pitbull og Nick Jonas sáu um tónlistina, veislan haldin í 5.000 fermetra höll

Öllu tjaldað til í afmælisveislu Mayu Henry í San Antonio í Bandaríkjunum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. mars 2016 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að foreldrar Mayu Henry frá San Antonio í Bandaríkjunum hafi tjaldað öllu til við skipulagningu afmælisveislu stúlkunnar sem hélt upp á fimmtán ára afmæli sitt á dögunum. Talið er að veisluhöldin hafi kostað sex milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 800 milljónir króna.

Maya Henry er dóttir Thomas J Henry, en hann er eigandi stórrar lögfræðistofu sem sérhæfir sig í slysabótum. Veislan var haldin í glæsilegum fimm þúsund fermetra veislusal í San Antonio, sem skreyttur var með stórum kirsuberjatrjám, og léku tónlistarmenn á borð við Pitbull og Nick Jonas fyrir dansi.

Afmælisbarnið skartaði rándýrum Rolando Santana-kjól og það var enginn viðvaningur sem sá um að farða Mayu. Förðunin var í höndum Patrick Ta, sem meðal annars hefur unnið fyrir Kim Kardashian. Þá myndaði atvinnuljósmyndarinn Donna Newman afmælisveisluna, en hún hefur til að mynda unnið fyrir leikarann Matt Damon og forstafrúna Michelle Obama.

Faðir stúlkunnar, Thomas J Henry, og móðir, Azteca, fengu David Monn, þekktan viðburðaskipuleggjenda, til að sjá til þess að afmælisveislan yrði sem glæsilegust. Þeir 600 gestir sem mættu í afmælið urðu væntanlega ekki fyrir neinum vonbrigðum og lýsti afmælisbarnið yfir ánægju sinni á Instagram að veislunni lokinni.

„Þetta var stórkostlegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma. Ég er þakklát þeim sem mættu og ég er þakklát foreldrum mínum sem eru ótrúlegir,“ sagði Maya sem er með átján þúsund fylgjendur á Instagram. Þar hefur Maya hefur meðal annars birt myndir af sér með stjörnum á borð við Justin Timberlake, Justin Bieber og Katy Perry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Framakonur og þekktir áhrifavaldar tóku þátt í nýjasta æðinu

Framakonur og þekktir áhrifavaldar tóku þátt í nýjasta æðinu