Dagur Örn Fjeldsted gengur til liðs við Fimleikafélag Hafnarfjarðar á láni út tímabilið með kauprétti. Dagur kemur frá Breiðabliki.
„Við erum virkilega ánægðir með Dagur sé genginn til liðs við okkur, fyrst á láni en Síðan með möguleikanum á því að gera félagaskiptin varanleg. Hann passar mjög vel inn í það sem við erum að búa til, ungt, spennandi og kraftmikið lið. Hann er fljótur, áræðinn, líður vel á boltanum og er einmitt sú týpa af leikmanni sem við vorum að leita að.“ Davíð Þór Viðarsson við FH media.
FH hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og er með eitt stig eftir fjórar umferðir í deildinni. Koma Dags er því mikilvæg innspýting inn í komandi baráttu.
Dagur fagnaði tvítugsafmæli sínu í gær en hann fór á láni til HK hluta af síðustu leiktíð og vakti athygli fyrir vaska framgöngu.
Hann hefur ekki komið við sögu í Bestu deildinni á þessu tímabili en lék í góðum sigri Blika á Fjölni í bikarnum. Hann fer nú á lán í Hafnarfjörðinn þar sem hann ætti að vera í lykilhlutverki.