Hún birtir myndbandið í kjölfar andláts Virginiu Giuffre, sem var ein af þeim fyrstu til að saka bandaríska auðkýfinginn og kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein um að hneppa sig í kynlífsmansal. Giuffre öðlaðist heimsfrægð þegar hún sakaði Andrés Bretaprins um að vera meðal þeirra sem beittu hana kynferðislegu ofbeldi á meðan hún var föst í viðjum Epstein. Andrés neitaði ásökununum en gerði það með svo ótrúverðugum hætti að hann neyddist á endanum til að draga sig í hlé frá konunglegum skyldustörfum.
Sjá einnig: Konan sem felldi prinsinn er látin
Giuffre var 41 árs þegar hún lést á heimili sínu í Ástralíu. Hún lætur eftir sig þrjú börn en dánarorsökin er sjálfsvíg. En Anya Wick virðist telja eitthvað meira liggja þar að baki.
En fjölskylda Giuffre sagði í tilkynningu að misnotkunin sem hún varð fyrir hafi á endanum einfaldlega orðið of þung byrði fyrir hana.
Myndbandið frá Anyu má sjá hér að neðan.
@annawickfkaepstein♬ original sound – anyawickfkaepstein