BBC í Bretlandi er að reyna að fá það í gegn að úrslitaleikur enska bikarsins fari fram klukkan 14:00 þann 17 maí.
Þar mætast Manchester City og Crystal Palace en það varð ljóst eftir undanúrslitin um helgina.
Ástæðan fyrir því að BBC vill flýta leiktímanum er að lokakeppni Eurovison fer fram þennan sama daga.
BBC og ITV sýna úrslitaleik enska bikarsins en það er bara BBC sem mun sýna frá Eurovison sem fram fer í Sviss.
Síðustu ára hafa úrslitaleikirnir oftast farið fram klukkan 16:15 á laugardegi en BBC vill fá leikinn fyrr um daginn.