Það var í byrjun september 1989 sem Jennifer Williams, 18 ára, hélt heim á leið úr vinnu skömmu eftir klukkan 22.30. Hún sagði vini sínum að hún ætlaði að ganga yfir á vinnustað eiginmanns síns en þangað skilaði hún sér aldrei.
Eiginmaður hennar tilkynnti um hvarf hennar þremur dögum síðar. Lík hennar fannst níu dögum síðar. Það voru þrjú börn sem fundu það. Ummerki á vettvangi bentu til að henni hefði verið nauðgað og síðan myrt.
Paul Bowles, 62 ára, var handtekinn í síðustu viku, grunaður um að hafa nauðgað og myrt Jennifer.
Það er á grunni nýrrar DNA-tækni sem Bowles var handtekinn. Rannsókn á erfðaefni, sem fannst á Jennifer, leiddi til þess að böndin bárust að Bowles.