Die Welt segir að lögreglan sé þess fullviss að Frölich, sem var 58 ára, hafi verið myrt. Talsmaður hennar sagði miðlinum að vettvangsrannsókn og sönnunargögn sýni að Frölich hafi verið beitt ofbeldi og hafi látist í kjölfarið.
Talið er að hún hafi látist á milli miðnættis og 5.30 að morgni þriðjudags.
Frölich var vinsæll rithöfundur og blaðamaður.
Hún lætur þrjú börn eftir sig.