Eric Ramsay fyrrum þjálfari hjá Manchester United er líklega að landa stóru starfi og er líklegur til þess að taka við Southampton.
Southampton er fallið úr ensku úrvalsdeildinni og var Ivan Juric rekinn úr starfi á dögunum.
Russel Martin var einnig rekinn á tímabilinu og vill Southampton nú fá Ramsay.
Ramsay er að stýra Minnesota í MLS deildinin og hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína.
Ramsay var aðstoðarþjálfari hjá Ole GUnnar Solskjær og Erik ten Hag hjá Manchester United en Talksport segir að Ramsay sé efstur á blaði Dýrlinganna.