Cristian Romero varnarmaður Tottenham er efstur á óskalista Atletico Madrid þegar kemur að markaðnum í sumar.
Marca segir að Diego Simeone stjóri Atletico Madrid vilji ólmur fá Romero.
Romero vill sjálfur fara frá Tottenham en hann er landsliðsmaður frá Argentínu.
Romero er 27 ára gamall og hefur átt góð ár hjá Tottenham en hann vill nú leita annað.
Atletico Madrid er alltaf að berjast við toppinn á Spáni og vill Simeone reyna að styrkja raðirnar í sumar.