Andre Onana gæti verið á förum frá Manchester United og er áhugi frá Sádi-Arabíu.
Markvörðurinn hefur heilt yfir valdið vonbrigðum síðan hann gekk í raðir United frá Inter fyrir síðustu leiktíð og vill félagið sækja nýjan mann í búrið í sumar.
Onana myndi þá sennilega fara annað og segir Foot Mercato að nú sé tilboð á borðinu frá félaginu Neom í Sádi-Arabíu.
Neom er á leið upp í efstu deild Sádi-Arabíu og eru viðræður farnar af stað samkvæmt þessum nýjustu fréttum.
Ljóst er að Onana gæti þénað ansi vel í Sádí, eins og flestir leikmenn sem þangað fara.