Newcastle United, Manchester United, Tottenham, West Ham, Chelsea og Liverpool eru öll sögð hafa áhuga á sama framherjanum í sumar.
Um er að ræða Jonathan David framherja Lille sem ætlar frítt frá franska félaginu í sumar.
David er 25 ára gamall og kemur frá Kanada, hann hefur staðið sig vel hjá Lille og vill fara annað.
Öll ensku liðin hafa áhuga á honum en RMC Sport í Frakklandi segir að Marseille sé einnig að reyna að fá hann.
Marseille ætlar að reyna að sannfæra David um að vera áfram í Frakklandi þar sem hann hefur blómstrað.