Vestramenn voru allt annað en sáttir við víti sem Óli Valur Ómarsson fékk í tapinu gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla í gær.
Blikar unnu 0-1 fyrir vestan með marki Höskuldar Gunnlaugssonar þegar um 20 mínútur lifðu leiks. Tobias Thomsen gat tvöfaldað forskotið í blálokin en klikkaði úr vítinu sem Óli Valur fiskaði.
Fór hann niður eftir það sem virðist hafa verið lítið snerting frá Fatai Gbadamosi í teig Vestra og benti Vilhjálmur Alvar dómari á punktinn.
Leikmenn og stuðningsmenn Vestra voru alls ekki sáttir við Óla Val og mátti sjá að nokkrir leikmenn áttu eitthvað vantalað við hann eftir að lokaflautið gall.
Hér að neðan má sjá atburðarásina, allt frá því Óli Valur fékk vítið.