Ruben Amorim, stjóri Manchester United, viðurkennir að það hafi verið ákveðin áhætta að fá ekki framherja til liðsins í félagaskiptaglugganum í janúar.
United er að eiga skelfilegt tímabil og eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en er liðið þó í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og getur að einhverju leyti bjargað tímabilinu með því að sigra þá keppni.
Rasmus Hojlund og aðrir framherjar United hafa ekki heillað á leiktíðinni og var Amorim spurður að því hvort hann hefði átt að fá inn framherja í glugganum í janúar.
„Það var áhætta að sækja ekki framherja í janúar en það eru til mikilvægari hluti en að skora tíu mörk á þessu tímabili. Við erum að reyna að gera eitthvað enn mikilvægara,“ sagði Portúgalinn þá.
Það má búast fastlega við því að framherji komi á Old Trafford í sumar, sem og leikmenn í aðrar stöður, enda ekki vanþörf á.