Burnley er aftur komið upp í ensku úrvalsdeildina en sterkur varnarleikur liðsins hefur svo sannarlega vakið athygli.
Burnley hefur fengið á sig 15 mörk í Championship deildinni í vetur í 45 leikjum, ein umferð er eftir.
Liðið slátraði QPR um helgina á útivelli þar sem liðið hélt að sjálfsögðu hreinu.
Hugarfarið hjá Burnley liðinu í varnarleiknum vakti þar athygli en allir leikmenn liðsins hlupu af öllum krafti til baka.
Þetta hefur skilað liðinu í deild þeirra bestu aftur.
I now understand why Burnley hardly concede in the Championship this season… this is demonic pic.twitter.com/u0CXqKqheb
— Don (@Opresii) April 27, 2025