fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
433Sport

Þorvaldur svekktur með stöðuna – Telur að úrslitin hefðu mögulega þróast í aðra átt ef Laugardalsvöllur væri í lagi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. apríl 2025 19:00

Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ fyrir tæpu ári. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ fór yfir stöðuna á landsliðsverkefnum og síðustu verkefnum A-landsliðanna þar sem ekki var hægt að leika á heimavelli.

Framkvæmdir eru í gangi á Laugardalsvelli og standa vonir til um að hægt verði að spila á honum í júní þegar A-landslið kvenna á heimaleik gegn Frökkum. Beðið hefur verið eftir framkvæmdum við leikvöllinn í mörg ár og eru þau nú að klárast.

„Þorvaldur Örlygsson fór stuttlega yfir síðustu verkefni landsliða og kynnti samantekt frá knattspyrnusviði. A landslið karla þurfti að leika umspilsleik (heimaleik) í Murcia á Spáni og A landslið kvenna lék tvo leiki í Þjóðadeildinni á Þróttarvelli. Allt skipulag leikjanna gekk heilt yfir vel og vallaryfirvöld í Murcia og Þróttarar í Reykjavík eiga þakkir skildar fyrir gott starf og jákvætt viðmót,“ segir í fundargerð KSÍ.

Þorvaldur segir stöðuna þó ekki viðunandi. „Fram kom í máli formanns að þrátt fyrir að framkvæmd leikjanna hafi gengið vel þá varpi þessi raunveruleiki verulega skörpu ljósi á stöðuna sem landsliðin okkar eru í varðandi vallarmál, enda aldrei að vita hver úrslit leikjanna hefðu orðið ef landsliðin hefðu getað leikið heimaleiki sína einmitt á Þjóðarleikvanginum, Laugardalsvelli í Reykjavík.“

A-landslið karla lék í Murcia í umspili Þjóðadeildar í mars og fékk þar ljótan skell gegn Kosóvó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dýrlingarnir vilja fá fyrrum aðstoðarmann Solskjær

Dýrlingarnir vilja fá fyrrum aðstoðarmann Solskjær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sú umdeilda setur allt á hliðina með kynþokkafullum myndum úr sumarfríi

Sú umdeilda setur allt á hliðina með kynþokkafullum myndum úr sumarfríi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Auknar líkur á að Ederson fari frá City í sumar

Auknar líkur á að Ederson fari frá City í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Vítaveisla þegar Gylfi mætti aftur á Hlíðarenda – Fram lék sér að Aftureldingu

Besta deildin: Vítaveisla þegar Gylfi mætti aftur á Hlíðarenda – Fram lék sér að Aftureldingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tímabilið líklega úr sögunni hjá Rashford

Tímabilið líklega úr sögunni hjá Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð
433Sport
Í gær

FH að krækja í Dag Fjeldsted frá Breiðablik

FH að krækja í Dag Fjeldsted frá Breiðablik
433Sport
Í gær

KR spilar áfram í Laugardalnum

KR spilar áfram í Laugardalnum