fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. apríl 2025 11:14

Guðni Th. Jóhannesson Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrum forseti Íslands og prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur námskeið um Þingvelli í haust. 

Námskeiðið fer fram hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og er þriggja kvölda námskeið sem veitir þverfaglega sýn á Þingvelli í gegnum jarðfræði, líffræði, fornleifafræði, stjórnmálasögu og verndunarsjónarmið. 

Guðni er þó alls ekki eini kennari námskeiðsins, en kennslan fer fram með fyrirlestrum frá sérfræðingum sem hafa rannsakað og unnið að verndun svæðisins.

Auk Guðna kenna Viðar Pálsson dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Einar Ásgeir Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur og deildarstjóri fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða, og Hilmar J. Malmquist vatnalíffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. 

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Helstu jarðmyndanir á Þingvallasvæðinu, jarðskorpufleka og gosbeltaflutninga
  • Lífríki Þingvallavatns, vistkerfi þess og álag á vatnið
  • Löggjöf og regluverk sem verndar Þingvallavatn og vatnasvið þess
  • Sögu alþingis, Lögbergs og hlutverk lögsögumanns
  • Túlkun þjóðveldisins, lýðveldis og ríkisvalds í sögulegu samhengi
  • Þingvelli sem tákn andófs og minninga, t.d. refsinga og þjóðhátíða
  • Hugmyndir Jóns Sigurðssonar og Tómasar Sæmundssonar um Þingvelli í samtímanum
  • Fornleifarannsóknir frá 19. öld og núverandi skráning í þjóðgarðinum
  • Þjóðgarðsstjórn og helstu verkefni á svæðinu
  • Þingvelli á Heimsminjaskrá UNESCO- þýðingu og áhrif

Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sagt að sætta sig við skúr nágrannans þótt hann sé of nálægt lóðinni

Sagt að sætta sig við skúr nágrannans þótt hann sé of nálægt lóðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“