fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Sævar ómyrkur í máli vegna máls Sólons – „Tveimur dögum síðar var hann látinn”

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. apríl 2025 10:00

Sólon Guðmundsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson, lögmaður aðstandenda Sólons Guðmundssonar heitins, segir að engin fullnægjandi rannsókn hafi átt sér stað eftir fráfall hans í ágúst 2024 og Icelandair hafi ekki komið til móts við fjölskylduna að neinu leyti.

Sólon var 28 ára þegar hann lést en hann hafði þá starfað sem flugmaður hjá Icelandair í um sex ár. Mikið var fjallað um mál hans í fyrra en hann svipti sig lífi eftir að mál honum tengd voru tekin fyrir hjá fyrirtækinu.

Sævar skrifar aðsenda grein á Vísi þar sem hann gagnrýnir mjög vinnubrögð Icelandair. Hann segir að Sólon hafi mátt þola gróft og kerfisbundið einelti af hálfu samstarfsfélaga á vinnustað sínum sem og á vinnutengdum viðburðum. „Að endingu gaf andleg heilsa sig sem endaði með því að Sólon tók sitt eigið líf.“

Fékk að heyra ýmsar sögur

Sævar rifjar upp að Sólon hafi árið 2023 átt í stuttu ástarsambandi við flugfreyju hjá sama fyrirtæki.

„Fljótlega eftir sambandsslitin varð hann var við að vera á milli tannanna hjá samstarfsfólki sínu. Umtalið magnaðist hratt og fljótlega fékk hann að heyra ýmsar sögur um sig. Ástandið stigmagnaðist og umtalið breyttist fljótt í hreinar lygar sem snerust um það að hann hefði beitt sína fyrrverandi andlegu ofbeldi. Það rann upp fyrir honum að hún væri komin í einhvers konar herferð gegn mannorði hans innan veggja vinnustaðarins. Slæma umtalið hélt áfram innan fyrirtækisins en með tímanum fór það stigmagnandi og varð grófara. Á endanum leitaði hann til mannauðsdeildar Icelandair og kvartaði undan einelti á vinnustað,“ segir hann.

Sævar segir að Sólon hafi setið marga langa fundi með starfsmönnum mannauðsdeildar en niðurstaðan þar verið lítil sem engin.

„Hann benti á að meðferð mannauðsdeildarinnar væri ófullnægjandi enda væri verið að senda þau skilaboð að eineltið ætti rétt á sér. Svörin voru á þá leið að það væri ekki og gæti ekki verið í verkahring fyrirtækisins að þagga niður í aðila sem hefði upplifað andlegt ofbeldi, jafnvel þótt upplifun viðkomandi væri röng.“

Hvattur til að sýna góðu hliðarnar

Sævar segir að lausn Icelandair hafi verið fólgin í að veita Sólon sálfræðiaðstoð til að takast á við afleiðingar eineltisins. Enn fremur hafi hann fengið boð um að fljúga ekki framvegis með þeim sem voru að leggja hann í einelti og hvattur til þess að standa þetta af sér.

„Þá var Sólon einnig hvattur til þess að sýna á sér góðar hliðar í vinnunni til þess að koma í veg fyrir eineltið. Var þannig ábyrgðin á eineltinu og hinu slæma umtali alfarið lögð á Sólon sem gat enga björg sér veitt gegn frekara einelti á vinnustaðnum. Rétt þykir að árétta að um ræðir ástand sem hafði verið viðvarandi í sex mánuði og var til komið vegna eineltis sem Sólon mátti þola af hálfu vinnufélaga, ástands sem hann bar ekki og gat ekki verið látinn bera ábyrgð á.“

Sævar segir að síðla ágústmánaðar hafi Sólon verið boðaður á fund með yfirflugstjóra Icelandair með klukkutíma fyrirvara.

„Á fundinum var honum tilkynnt að komin væri fram mjög alvarleg kvörtun á hendur honum og Icelandair væri ekki stætt á að hafa hann lengur í vinnu. Honum voru settir þeir afarkostir að segja sjálfur upp eða að honum yrði sagt upp störfum. Á fundinum óskaði Sólon eftir upplýsingum um hvers eðlis þessi kvörtun væri og hverjum hún tengdist en fékk engin svör og engar upplýsingar um málið,“ segir Sævar.

Hann segir að þessi fundur hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur og hafi verið mjög einhliða og Sóloni ekki gefið tækifæri á að tjá sig með nokkrum hætti.

„Starfsmenn Icelandair ítrekuðu við Sólon að myndi hann ekki segja sjálfur upp, myndi það hafa mjög slæma niðurstöðu í för með sér, hvað varðar mannorð hans og möguleika á að starfa hjá öðru flugfélagi. Fulltrúi Sólons sat með honum á fundinum og spurði hvort ekki væri hægt að veita honum áminningu eða leysa hann frá störfum tímabundið á meðan málið væri í rannsókn, þeirri spurningu var ekki svarað. Daginn eftir sendir Sólon uppsögn sína á yfirflugstjóra Icelandair. Tveimur dögum síðar var hann látinn.“

Eineltið hafi farið stigvaxandi

Sævar segir óhætt að fullyrða að Icelandair hafi ekki staðið sig í stykkinu við meðferð eineltiskvörtunar Sólons heitins. Bendir hann á að hann hafi farið með málið í viðeigandi og rétt ferli innan fyrirtækisins.

„Hann leitaði til mannauðsdeildar Icelandair, sýndi mikinn samstarfsvilja og vilja til þess að leysa málið, sat langa fundi með mannauðsdeildinni, sagði satt og rétt frá og studdi frásögn sína með gögnum. Lausn Icelandair fól ekki í sér að koma í veg fyrir frekara einelti eða umtal í garð Sólons, þrátt fyrir að gerendurnir hefðu gengist við baktalinu. Þess í stað var Sóloni bent á að leggja enn meira á sig til að sýna góða hegðun og standa málið af sér. Aðgerðarleysi fyrirtækisins gerði aðstæðurnar enn verri og fór eineltið versnandi með degi hverjum,“ segir Sævar.

Hann segir að það sem veki alveg sérstaklega athygli sé að ekki á neinum tímapunkti hafi félagið séð sér fært að grípa inn í aðstæður og setja Sólon í tímabundið leyfi.

„Sér í lagi þegar augljóst þykir að Icelandair var meðvitað um hve mikilli vanlíðan eineltið olli Sóloni. Sólon sjálfur lýsti líðan sinni á fundum með mannauðsdeild Icelandair. Að auki hafði heilbrigðisstarfsmaður, sem var Sóloni innan handar í málinu, gert mannauðsdeildinni nánari grein fyrir líðan Sólons og hæfni hans til þess að sinna störfum. Kom þar fram að hann var m.a. að glíma við svefnleysi og stuttan kveikiþráð gagnvart hlutum sem höfðu ekkert með málið að gera. Hann hafði þörf fyrir útrás og taugakerfi hans var í lamasessi.“

Ekki sendur í leyfi

Segir Sævar að þrátt fyrir andleg veikindi hans hafi þau aldrei verið tilkynnt innan félagsins og Sólon hafi ekki verið settur í tímabundið leyfi frá störfum á grundvelli andlegra veikinda. „Þess í stað var Sólon látinn vinna sem fól í sér ábyrgð á lífi og heilsu hundraða einstaklinga sem um borð voru í vélunum sem hann flaug,“ segir Sævar.

Í grein sinni segir hann einnig að fjölskylda Sólons hafi komið að lokuðum dyrum, Icelandair neitað að afhenda gögn sem snúa að eineltiskvörtun hans og uppsögninni. Þá hafi fjölskyldan ekki fengið gögn frá lögreglu vegna málsins.

„Mál Sólons sýnir hversu alvarlegar afleiðingar einelti og vanræksla atvinnurekanda getur haft. Eftir fráfall Sólons hefur engin fullnægjandi rannsókn eða leiðrétting átt sér stað og fjölskyldan situr eftir með sárt ennið. Icelandair hefur ekki komið til móts við fjölskylduna að neinu leyti. Mál Sólons undirstrikar mikilvægi þess að vinna gegn einelti á vinnustöðum og tryggja að fyrirtæki taki ábyrgð á því að veita starfsfólki öruggt vinnuumhverfi.“

Greinina má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stjörnuspekingur handtekinn fyrir ranga spá um jarðskjálfta – „Flestir nágrannar mínir þorðu ekki að vera heima hjá sér“

Stjörnuspekingur handtekinn fyrir ranga spá um jarðskjálfta – „Flestir nágrannar mínir þorðu ekki að vera heima hjá sér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir