Það vakti athygli margra þegar Darwin Nunez virtist hella áfengi yfir Mohamed Salah í fagnarðarlátum leikmanna Liverpool eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í gær.
Liverpool vann Tottenham 5-1 og ljóst að Arsenal getur nú ekki náð toppliðinu, þó svo að fjórar umferðir séu eftir. Gleðin var því eðlilega mikil í leikslok og þar fór Nunez til að mynda mikinn.
Margir ráku upp stór augu þegar hann virtist hella áfengum drykk yfir Salah, sem er múslimi, og einhverjur hafa gagnrýnt Nunez fyrir það.
Enskir miðlar vekja hins vegar athygli á því nú að um óáfengan drykk hafi verið að ræða.
Þetta er fyrsti Englandsmeistaratitill Liverpool í fimm ár og sá tuttugasti í sögu félagsins. Liðið hefur haft gríðarlega yfirburði í úrvalsdeildinni í vetur.
nunez pours alcohol over salah 😭😭 pic.twitter.com/KaKS5sHLOx
— ً🏆 x 20 (@salahive) April 27, 2025