fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Pressan
Mánudaginn 28. apríl 2025 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk lögregluyfirvöld hafa handtekið einstakling sem grunaður er um að hafa komið fyrir sprengju í Volkswagen Golf-bifreið í Balashikha, rétt fyrir utan Moskvu, á föstudag.

Þegar herforinginn Yaroslav Moskalik, sem gegndi starfi aðstoðarframkvæmdastjóra aðalskrifstofu rússneska hersins, gekk fram hjá bifreiðinni sprakk hún í loft upp og beið Moskalik bana samstundis.

Var Moskalik á gangi rétt hjá heimili sínu þegar sprengjan sprakk en talið er að hann hafi verið skotmarkið.

AP greinir frá því að hinn handtekni hafi játað að hafa komið sprengjunni fyrir, en þjóðerni hans liggur ekki fyrir. Þó segja Rússar að hinn grunaði haldi því fram að úkraínska leyniþjónustan hafi greitt honum fyrir að koma sprengjunni fyrir. Úkraínumenn hafa ekki tjáð sig um málið.

Þetta er í annað sinn á fjórum mánuðum sem hátt settur einstaklingur innan rússneska hersins deyr í sprengingu í heimalandi sínu.

Igor Kirillov , yfirmaður kjarna- og geislavopnadeildar rússneska hersins, var drepinn þann 17. desember síðastliðinn þegar sprengju var komið fyrir í rafskútu fyrir utan heimili hans. Aðstoðarmaður hans lést einnig í sprengingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Í gær

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni