Arsenal er sagt vera að undirbúa stórt tilboð í sumar í leikmann sem var áður á óskalista Chelsea.
Um er að ræða varnarmanninn Jules Kounde sem getur spilað í hægri bakverði og í miðverði en hann er á mála hjá Barcelona í dag.
Kounde er samningsbundinn til ársins 2027 en Barcelona er víst opið fyrir því að selja leikmanninn í sumar.
Samkvæmt enskum miðlum er Arsenal að undirbúa 55 milljóna punda tilboð í Kounde sem er lykilmaður þeirra spænsku.
Það er ekki tekið fram hvort þessi fjölhæfi leikmaður vilji færa sig um set en hann hefur leikið 51 leik í öllum keppnum á tímabilinu.