Úkraínski herinn skýrði frá því fyrir helgi að Rússar hafi misst 946.500 hermenn frá upphafi stríðsins. Kyiv Independent skýrir frá þessu.
Fram kemur að Rússar hafi misst rúmlega 10.000 skriðdreka, 22.315 brynvarin ökutæki og eldsneytistanka og 1.472 flugskeytakerfi.
Rússar hafa ekki tjáð sig um þessar tölur enda halda þeir tölum af þessu tagi stranglega leyndum.