The Independent skýrir frá þessu og segir að mennirnir hafi játað sök og verði dómur yfir þeim kveðinn upp 7. maí.
Saksóknarar segja að verðmæti mauradrottninganna, sem mennirnir stálu frá afrískum mauraræktanda, sé sem nemur um 1,2 milljónum króna.
Reuters segir að ef maurarnir hefðu komist til Evrópu hefði söluverðmæti þeirra verið sem nemur um 130 milljónum króna.
„Þetta er eins og kókaín,“ sagði Dino martins, forstjóri Turkana Basin Institute og einn helsti skordýrasérfræðingur Kenía. „Kílóverðið á kókaíni í Kólumbíu miðað við kílóverðið í Evrópu sýnir svo mikinn ávinning og þess vegna smyglar fólk,“ sagði hann einnig.
Hinir handteknu voru með um 5.440 mauradrottningar í fórum sínum þegar þeir voru handteknir.