fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Eyjan

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Eyjan
Mánudaginn 28. apríl 2025 03:16

Trump langar mjög að verða einræðisherra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati margar sérfræðinga eru mörg merki á lofti um að Bandaríkin, undir forystu Donald Trump, séu að þróast í einræðisríki.

„Sá sem bjargar landinu sínu, brýtur ekki lögin.“ Þetta er tilvitnun í Napóleón Bónaparte, sjálfútnefndan keisara Frakklands á nítjánud öld. Hann kom upp stjórnkerfi sem svipar til einræðis, ritskoðun var komið á og yfirvöld beittu hörðum aðgerðum í anda lögregluríkis.

Þegar Trump deildi þessari tilvitnun í færslu á X í febrúar, líktu sérfræðingar og pólitískir andstæðingar hans honum við einræðisherra á borð við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, og Xi Jinping, forseta Kína.

Óttinn við að Trump sé að koma á einræðislíku ástandi í Bandaríkjunum hefur aukist í takt við aðgerðir hans á fyrstu þremur mánuðum hans í Hvíta húsinu. Hann hefur gefið út fjölda úrskurða og fyrirskipana en þetta er að mati margra sérfræðinga brot á stjórnarskránni.

Þess utan hefur Trump ekki útilokað að beita hervaldi til að koma Grænlandi undir bandarísk yfirráð. Einnig hefur DOGE, sparnaðarsveit Trump, undir forystu Elon Musk, farið mikinn og virt lög og reglur að vettugi.

Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að meina fjölda Bandaríkjamanna, sem hafa verið fluttir úr landi, að fá mál sín tekin fyrir hjá dómstólum.

Fjögur aðvörunarmerki

Svend-Erik Skaaning, sem vinnur við lýðræðisrannsóknir hjá Árósaháskóla, sagði í samtali við TV2 að hann telji ekki að Bandaríkin séu orðin einræðisríki – enn sem komið.

Hann benti hins vegar á að margt neikvætt sé í gangi, þar á meðal að niðurstöður dómstóla séu ekki virtar og ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum.

Hann sagði að lágmarksskilgreining á lýðræði sé að það séu reglulega kosningar og að raunveruleg óvissa ríki um hver sigri í þeim hverju sinni. Einnig sé tjáningarfrelsi yfirleitt  talið með sem og fundafrelsi og félagafrelsi. Þess utan sé eftirlit með ríkisstjórninni hluti af lýðræðinu.

Hann sagði að fjögur aðvörunarmerki séu nú á lofti varðandi þróun lýðræðis í Bandaríkjunum í öfuga átt og vísaði þar til bókarinnar „How Democracies Die“ eftir bandarísku prófessorana Steven Levistky og Daniel Ziblatt.

Í bókinni eru talin upp fjögur atriði sem sýna hvort lýðræðisleg kjarnagildi og stofnanir eigi í vök að verjast.

Pólitískir leiðtogar og hópar hafna leikreglum lýðræðisins eða telji sig ekki mjög bundna af þeim.

Pólitískir leiðtogar og hópar segja pólitíska andstæðinga ekki vera lögmæta.

Pólitískir leiðtogar og hópar sýna umburðarlyndi varðandi ofbeldi eða hvetja til ofbeldis.

Pólitískir leiðtogar og hópar eru viljugir til að skerða almennt frelsi pólitískra andstæðinga sinna, þar á meðal fjölmiðla.

Skaaning sagðist telja að Trump og stuðningsfólk hans skori mörg stig varðandi ofangreind atriði.

Hann sagðist ekki vilja ganga svo langt, enn sem komið er, að segja Bandaríkin vera einræðisríki því hann vilji fyrst sjá hvernig Trump og stjórn hans hegða sér í næstu kosningum.

„Við vitum ekki hvort Bandaríkin eru einræðisríki fyrr en kosið verður til þings á næsta ári og í næstu forsetakosningum. Þá fáum við að sjá hvort Trump og hans fólk grafa svo mikið undan gæðum kosninganna að það þýði að pólitískir andstæðingar eigi í raun ekki möguleika á að sigra í kosningunum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða