Bournemouth 1 – 1 Man Utd
1-0 Antoine Semenyo(’23)
1-1 Rasmus Hojlund(’96)
Manchester United var nálægt því að tapa sínum 16. deildarleik á tímabilinu í dag er liðið mætti Bournemouth.
Þessum leik lauk með 1-1 jafntefli en Rasmus Hojlund var hetja gestaliðsins og skoraði jöfnunarmarkið.
Hojlund skoraði á 96. mínútu til að tryggja jafntefli gegn tíu mönnum Bournemouth.
Evanilson hafði fengið beint rautt spjald hjá Bournemouth á 68. mínútu.