Það eru ekki allir en mögulega einhverjir sem vita hver Nicolas Tie er en það er fyrrum markvörður Chelsea á Englandi.
Tie var vissulega ekki í aðalliði Chelsea en hann var á mála hjá unglingaliði félagsins frá 2017 til 2020 og var efnilegur á sínum tíma.
Tie er alls ekki gamall í dag en hann er 24 ára og var síðast á mála hjá Vitoria Guimaraes í Portúgal.
Tie hefur hins vegar verið án félags síðan 2023 og hefur nú ákveðið að leggja hanskana á hilluna.
Það eru engin meiðsli sem tengjast þessari ákvörðun en hann hefur ákveðið að skrá sig í franska herinn og vonast til að geta hjálpað Úkraínu í stríði sínu gegn Rússlandi.
Líklegt er að Tie muni aðeins starfa í heimalandinu, Frakklandi, en hann mun ekki hafna því verkefni að ferðast til Úkraínu ef kallið kemur.
Það var alltaf draumur Tie að verða atvinnumaður í fótbolta en hann var valinn í lið Fílabeinsstrandarinnar fyrir Ólympíuleikana 2020 sem var síðar frestað.
Foreldrar Tie koma frá Fílabeinsströndinni en hann hóf feril sinn hjá Lille í Frakklandi sem barn og er fæddur í sömu borg.