James McAtee, leikmaður Manchester City, er óvænt orðaður við grannana í Manchester United í enskum fjölmiðlum.
McAtee er mikið orðaður við brottför frá City þessa dagana en hann er 22 ára gamall og fær ekki þau tækifæri sem hann vill.
Pep Guardiola, stjóri City, er mikill aðdáandi McAtee og vonast til að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning.
The Sun er á meðal þeirra miðla sem greina frá en McAtee hefur einnig verið orðaður við Liverpool undanfarna daga.
Miðjumaðurinn yrði 15. maðurinn í sögunni til að spila fyrir bæði United og City ef hann ákveður að færa sig til grannana í rauðu.