Ryan Hemphill er 43 ára og taldi sig ósnertanlegan. Það sagði hann að minnsta kosti við konurnar sem hann pyntaði og nauðgaði með hrottalegum hætti á heimili sínu á Manhattan.
Hemphill starfaði sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingasjóði en hann er nú sakaðu rum að hafa nauðgað sex konum á fimm mánaða tímabili þar sem hann gekk bókstaflega berserksgang. Meðal annars er hann sagður hafa gefið þolendum sínum raflost, beitt þær vatnspyntingum og svo tekið hrottaskapinn upp. Ákæran gegn honum er í 116 liðum, en Hemphill neitar sök.
„Sakborningurinn sagði þolendum sínum að hann væri ósnertanlegur,“ sagði saksóknarinn Alvin Bregg við fjölmiðla. „Ákæran gegn honum kemur því skýrt á framfæri að hann hafði rangt fyrir sér.“
Hemphill hefur áður verið sakaður um ofbeldi en hann var sýknaður árið 2015 í máli þar sem fyrrverandi kærasta hafði sakað haann um að hafa tekið sig hálstaki og hótað sér með hníf.
„Við höfum ástæðu til að telja að hér sé aðeins um toppinn af ísjakanum að ræða,“ sagði saksóknarinn Mirah Curzer í dómsal.
Meint brot áttu sér stað í íbúð Hemphill sem er staðsett á einu dýrasta svæðinu í New York, á Manhattan rétt við Empire Sate bygginguna.
Hemphill komst í samband við þolendur sína í gengum internetið. Þar fann hann konur sem sögðust vera í leit að „sykurpabba“ eða einhverjum ríkum manni til að halda þeim uppi gegn kynferðislegum greiðum. Hann sagði konunum að hann hefði blæti fyrir drottnun og bauð þeim háar fjárhæðir í skiptum fyrir kynlíf og félagsskap.
Hann byrjaði á því að vinna sér inn traust kvennana. Eftir að honum hafði tekist það fékk hann þær til að deila með sér áföllum tengdum kynlífi. Þessar frásagnir notaði hann svo til að pynta þær með því að leika áföllin eftir.
Ein kona segir að hann hafi hlekkjað hana við rúm klukkustundunum saman á meðan hún grátbað hann um að sleppa sér.
Til að tryggja að konurnar kærðu hann ekki útskýrði hann nákvæmlega fyrir þeim að hann væri valdamikill og vel tengdur. Hann væri með tengsl við lögreglu og glæpasamtök. Hann reyndi að sannfæra konurnar um að þar sem hann hefði borgað þeim þá væru það í raun þær sem yrðu handteknar.
Eins er Hemphill sakaður um að hafa mútað vitnum og þvingað konurnar til að taka upp myndbönd þar sem þær segjast hafa samþykkt ofbeldið.
„Valdaójafnvægið í þessum hrottalegu brotum gæti ekki verið augljósara,“ sagði saksóknari við fjömiðla. „Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverfði og skjöld til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“