fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. apríl 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknara barst tölvupóstur þar sem fjallað var um málefni tiltekins einstaklings. Einstaklingurinn sem tölvupósturinn fjallaði um krafðist þess að fá tölvupóstinn afhendan í heild sinni, enda væri þar að finna ýmsar dylgjur um hann sjálfan sem væru til þess fallnar að vega að mannorði hans. Ríkissaksóknari afhenti viðkomandi þó aðeins texta tölvupóstsins en ekki upplýsingar um sendanda. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur nú gert embættinu að afhenda tölvupóstinn í heild sinni.

Það sem er áhugavert við málið er að tölvupósturinn var sendur nafnlaust, eða með öðrum orðum þá notaðist sendandi við dulnefni og hafði útbúið sérstakt netfang með vísun til dulnefnisins.

Íhugar meiðyrðamál

Aðilinn sem fjallað var um í póstinum óskaði eftir aðgangi að gögnum sem tengdust ábendingu um hann sem embættinu hafði borist þann 27. febrúar. Samdægurs fékk hann texta tölvupóstsins sendan. Hann óskaði þó eftir að fá tölvupóstinn í heild sinni en ríkissaksóknari hafnaði því með vísan til þess að embættið hefði engar upplýsingar um hver hefði í raun sent póstinn.

Aðilinn sagðist hafa persónulega hagsmuni af því að vita hver væri að vega að mannorði hans með þeim hætti sem gert var í tölvupóstinum, enda komi til greina að höfða meiðyrðamál gegn viðkomandi. Hann kærði því til úrskurðarnefndar upplýsingamála.

Úrskurðarnefndin ákvað að taka málið fyrir og leitaði svara frá ríkissaksóknara. Embættið tók fram að sendandi tölvupóstsins hafi skrifað undir dulnefni og netfangið hafi líklega verið útbúið sérstaklega fyrir sendinguna svo erfitt væri að rekja það til sendanda. Sendandinn sagðist skrifa undir dulnefni af ótta við hefndaraðgerðir eða útilokun af hálfu stuðningsmanna kærandans og annarra einstaklinga sem væru nefndir í tölvupóstinum. Því hefði ríkissaksóknari talið öruggast að afhenda ekki netfang sendanda og dulnefni, þar sem ekki væri útilokað að hægt væri að rekja það.

Ber að afhenda tölvupóstinn í heild sinni

Úrskurðarnefndin tók fram að upplýsingarnar í tölvupóstinum varði kæranda sjálfan. Stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðilum sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um þá sjálfa. Heimilt sé að takmarka þann aðgang ef gögn hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra og þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum vegi þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.

Úrskurðarnefndin fór yfir tölvupóstinn og taldi ljóst að nafn sendanda væri dulnefni og að netfangið vísaði til dulnefnisins. Ekki verði ráðið að unnt sé með góðu móti að rekja tölvupóstinn til ákveðins einstaklings. Því sé ekki hægt að líta á það sem svo að dulnefnið og netfangið teljist upplýsingar um einkamálefni sendanda. Eins tók úrskurðarnefndin fram að jafnvel þó að hægt væri að bera kennsl á sendanda út frá þessum takmörkuðu upplýsingum þá vegi hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að upplýsingum um auðkenni sendanda þyngra en hagsmunir sendandans af því að upplýsingarnar færu leynt. Ekki sé hægt að leita afstöðu sendanda um til afhendingar tölvupóstsins. Þar með sé ekki hægt að beita ákvæðum sem takmarka rétt kæranda til að fá aðgang að upplýsingum um sjálfan sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“