Manuel Ugarte, leikmaður Manchester United, er víst búinn að finna sér nýja dömu en hún ber nafnið Georgia May Heath.
Heath er fyrirsæta og áhrifavaldur en hún er með yfir 220 þúsund fylgjendur á samskiptamiðlinum Instagram og er dugleg á TikTok.
Athygli vekur er að Heath er fyrrum kærasta Kylian Mbappe sem er í dag leikmaður Real Madrid á Spáni.
Ugarte er 24 ára gamall og flutti nýlega til Manchester en hann hafði áður spilað með Paris Saint-Germain líkt og Mbappe.
Heath er þremur árum eldri en Ugarte en samband hennar og Mbappe var stutt og voru þau saman um tíma árið 2021.
Heath er stórglæsileg kona en hún hefur ekki verið á föstu eftir að stuttu sambandi við Mbappe lauk það ár.
Heath er af mörgum talin ‘fallegasta konan’ á TikTok en hún er mjög dugleg að birta efni þar og einnig á Instagram.