Varnarmaðurinn Diogo Dalot er mögulega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Manchester United á þessu tímabili.
Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki fyrir United á þessu tímabili sem er með 51 leik í öllum keppnum og þá byrjað 49.
Ruben Amorim hefur staðfest það að möguleiki sé á því að Dalot verði ekki meira með vegna meiðsla á kálfa.
Amorim tekur fram að hann viti ekki hversu lengi leikmaðurinn verður frá en gefur í skyn að meiðslin séu alvarleg.
Um er að ræða vöðvameiðsli og verður Dalot að öllum líkindum frá gegn Lyon í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.