Það er enn möguleiki á að Trent Alexander-Arnold spili með Liverpool næsta vetur að sögn fyrrum leikmanns liðsins, Ryan Babel.
Flestir búast við því að Trent yfirgefi Liverpool á frjálsri sölu í sumar og semji við stórlið Real Madrid.
Babel er þó viss um að á meðan möguleikinn er til staðar þá gæti Trent enn framlengt samning sinn á Anfield.
,,Svo lengi sem það er ekki búið að skrifa undir þá er enn hægt að sannfæra hann,“ sagði Babel.
,,Ég hef séð klikkaða hluti gerast í fótboltanum. Að sama skapi þá skil ég að stuðningsmenn Liverpool séu vonsviknir því þeir vilja sjá Trent skrifa undir nýjan samning.“