En þetta getur vissulega komið upp um þig ef þú ert að gera eitthvað sem þú átt ekki að vera að gera, eins og að halda framhjá.
Karlmaður leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla dálkinn Dear Deidre. Fjölskylda hans notar umrætt forrit og tók hann eftir að eiginkona sín var einhvers staðar sem hún átti ekki að vera. Hann útskýrir málið.
„Miðað við forritið þá er eiginkona mín alveg örugglega að halda framhjá mér. En hún þverneitar. Ég er eitthvað svo ruglaður og óviss um næstu skref,“ segir maðurinn.
„Við erum á fimmtugsaldri og eigum tvö börn. Við höfum verið gift í tuttugu ár en síðustu mánuðir hafa verið erfiðir í hjónabandinu. Við höfum verið að rífast mikið og stundum varla kynlíf. Hún segist oftast ekki vera í stuði.“
Fyrir ári síðan skráði eiginkona hans sig í gönguhóp og eignaðist nýja vini.
„Hún eyðir miklum tíma með einu pari í hópnum. Hún byrjaði líka í ræktinni á svipuðum tíma og eiginmaðurinn æfir þar líka.
Mér líður eins og hún sé alltaf að æfa og aldrei heima með mér og krökkunum.“
Hann útskýrir hvernig fjölskylduforritið spilar inn í vandamálið.
„Öll fjölskyldan notar Life360, þannig við vitum alltaf hvar hvert okkar er. Nýlega byrjaði konan mín að hjóla og einn daginn, þegar hún var að hjóla með þessum karlkyns vini þá ákvað ég að kíkja á staðsetninguna hennar.
Hún var ekki á ferð, heldur var hún á sama staðnum í 40 mínútur, einhverjum afskekktum stað.
Þegar ég spurði hana út í það sagði hún að staðsetningin hafi breyst á síðustu stundu og hún var pirruð að ég hafi fylgst svona með henni. En ég var ekki alveg að kaupa þessa afsökun og þegar ég fékk tækifæri kíkti ég í símann hennar og sá fullt af skilaboðum milli hennar og mannsins. Ekkert af kynferðislegum toga en þau eru greinilega náin. Nokkrum dögum seinna kíkti ég aftur og sá hún hafði eytt þeim öllum.
Hún þvertekur fyrir að hafa gert eitthvað rangt, en ég trúi henni ekki. Mér finnst eins og ég ætti að fara frá henni en ég vil ekki sundra fjölskyldunni.“
„Konan þín hélt kannski ekki líkamlega framhjá þér en hún virðist hafa átt í tilfinningalegu sambandi við þennan mann, og það er alveg jafn sárt.
Það eyðileggur líka traust, en traust er mjög mikilvægur þáttur í hjónabandi.
Það hljómar eins og þú sért ekki alveg tilbúinn að sleppa henni. Talaðu við hana aftur og fáðu hana til að vera hreinskilin. Spurðu hvort hún sé tilbúin að vinna í hjónabandinu með þér.“