Mate Dalmay, eigandi Fótbolta.net og körfuboltaþjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Mate var spurður út í það hvaða lið hann héldi upp á en það var ekki einfalt svar. Í gegnum tíðina hefur hann stutt Bayern Munchen í fótboltanum og Sacramento Kings í NBA. Það hefur þó ekki fests í sessi.
Mate er minnisstætt þegar hann hélt með Bayern gegn Manchester United í úrslitum Meistaradeildarinnar 1999.
„United skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínútunum. Pabbi hélt með United og þarna var hjartað á milljón. Þá brotnaði ég saman á pizzastað á Egilsstöðum, 10 ára gamall, á leið í Norrænu,“ rifjaði hann upp í þættinum og skellti upp úr.
Umræðan í heild er í spilaranum.