Mate Dalmay, eigandi Fótbolta.net og körfuboltaþjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Vicente Valor gekk óvænt aftur í raðir ÍBV frá KR á dögunum. Þetta var til umræðu í þættinum.
„Ég bý nálægt KR og maður er aðeins farinn að tala við aðra pabba og svona. Sá er ekki vinsæll í Vesturbænum. Það eru margir búnir að tala á ansi neikvæðan hátt um þann ágæta mann. Ég veit ekkert um hann,“ sagði Mate.
„Ég heyrði að Óskar hefði valið vitlausan mann í sitt leikkerfi, hann hafi aldrei hentað. Hann var ekkert erfiður eða neitt þannig,“ sagði Hrafnkell áður en Mate tók til máls á ný.
„KR er ekki auðveldur áfangastaður fyrir erlenda leikmenn að koma á, í hvaða íþrótt sem er. Menn eru fljótir að snúast gegn þér ef þú ert ekki frábær.“
Umræðan í heild er í spilaranum.