Það eru kjaftasögur á kreiki á Englandi um að Cole Palmer gæti farið frá Chelsea í sumar.
Hinn 22 ára gamli Palmer átti frábært fyrsta tímabil með Chelsea eftir að hann kom frá Manchester City sumarið 2023 en hefur ekki tekist að fylgja því eftir á yfirstandandi tímabili.
Þrátt fyrir það er Liverpool sagt horfa til hans í sumar og að City skoði einnig þann möguleika á að fá hann aftur.
Bæði félög sjá fram á einhverja uppstokkun í sumar og að þurfa að sækja menn framarlega á völlinn.