fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Pressan
Föstudaginn 25. apríl 2025 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Osgood, 55 ára fangi á dauðadeild í Alabama í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í gær. Osgood var dæmdur til dauða fyrir nauðgun og morð á hinni 44 ára gömlu Tracy Brown.

Tracy fannst látin á heimili sínu þann 23. október 2010 eftir að samstarfskona hennar hafði samband við lögreglu og lýsti áhyggjum sínum af því að hún hefði ekki mætt til vinnu fyrr um daginn.

Kærasta James á þessum tíma, Tonya Vandyke, var dæmd í lífstíðarfangelsi vegna málsins en hún var frænka Brown og tók þátt í ofbeldinu gegn Tracy.

Dauðadómurinn í málinu féll árið 2014 og ákvað James að freista þess ekki að fá honum breytt, enda ætti hann skilið að gjalda fyrir glæp sinn með lífi sínu.

Áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama Osgood baðst hann afsökunar á gjörðum sínum. „Tracy, ég biðst afsökunar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949