Afturelding 1 – 0 Víkingur R.
1-0 Hrannar Snær Magnússon(’67, víti)
Afturelding kom mörgum á óvart í kvöld er liðið spilaði við Víking Reykjavík á heimavelli sínum í Mosfellsbæ.
Víkingur gat tryggt sér fullt hús stiga með sigri gegn Aftureldingu sem var með eitt stig fyrir leikinn.
Nýliðarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu þennan leik og má í raun segja að sigurinn hafi verið verðskuldaður.
Hrannar Snær Magnússon gerði eina mark leiksins en hann kom boltanum í netið úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.