Arsenal er sannfært um það að félagið sé búið að tryggja sér þjónustu miðjumannsins öfluga Martin Zubimendi.
Þetta segir blaðamaðurinn virti David Ornstein en hann vinnur fyrir Athletic og er með góða heimildarmenn.
Ornstein segir að Arsenal sé að búast við Zubimendi í sumar og að hann verði sú styrking sem liðið þurfi á miðjuna.
Zubimendi er leikmaður Real Sociedad á Spáni en hann var orðaður við Liverpool á síðasta ári.
Talið er að Arsenal borgi 60 milljónir evra fyrir Zubimendi sem var einnig á óskalista liðsins í janúar.