Félag í ensku úrvalsdeildinni hefur sett sig í samband við goðsögnina Kevin de Bruyne sem er að kveðja Manchester City.
Frá þessu greinir Sky Sports en De Bruyne hefur aðallega verið orðaður við Sádi Arabíu og bandaríkin.
Belginn er 33 ára gamall en hann yfirgefur City á frjálsri sölu í sumar eftir tíu frábær ár hjá félaginu.
Aston Villa er víst búið að hafa samband við De Bruyne og vonast til að geta notað hans krafta á næsta tímabili.
Hvort De Bruyne hafi áhuga á að halda sig á Englandi er óljóst en hann er einnig orðaður við Como á Ítalíu.