Cristian Romero hefur gefið sterklega í skyn að hann vilji komast burt frá Tottenham í sumarglugganum.
Romero hefur spilað með Tottenham undanfarin fjögur ár en hann var áður á mála hjá Atalanta á Ítalíu.
Romero hefur gefið í skyn að hann sé að horfa í kringum sig fyrir sumarið og að það sé alls ekki víst að hann verði áfram í London.
Argentínumaðurinn hefur verið orðaður við bæði Atletico Madrid og Barcelona á Spáni.
,,Við erum komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar og ég vil klára tímabilið á háu nótunum,“ sagði Romero.
,,Eftir það þá sjáum við til. Ég er alltaf að leitast eftir því að þroskast sem leikmaður og á aðra staði þar sem ég get þróað minn leik.“