Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester United sé mjög bjartsýnt um að næla í Matheus Cunha í sumar.
Það er þrátt fyrir það að liðið komist ekki í Meistaradeildina en það skiptir ekki máli að sögn Romano.
United á möguleika á að komast í Meistaradeildina ef liðið vinnur Evrópudeildina á þessu tímabili.
Cunha er mikilvægasti leikmaður Wolves en hann mun kosta yfir 60 milljónir punda í sumarglugganum.
Romano segir að viðræður séu í gangi og bendir flest til þess að hann endi hjá United fyrir næsta vetur.