Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur útskýrt af hverju sonur hans var skírður Liam árið 2008.
Van Nistelrooy er þjálfari Leicester City í dag en hans menn eru fallnir úr ensku úrvalsdeildinni eftir arfaslakt gengi.
Ástæðan fyrir nafninu Liam er fyrrum leikmaður United, Liam Miller, sem lést árið 2018 eftir baráttu við krabbamein.
Liam var aðeins 36 ára gamall er hann lést en þeir voru saman hjá United á sínum tíma – sá fyrrnefndi spilaði 22 leiki fyrir félagið.
,,Við spiluðum með Liam hjá United, Liam Miller. Ég man eftir því nafni og ég var alltaf hrifinn af því,“ sagði Van Nistelrooy við Gary Neville, fyrrum liðsfélaga sinn.
Liam, sonur Van Nistelrooy, er efnilegur leikmaður en hann er samningsbundinn PSV í Hollandi.