Crystal Palace birti athyglisverða færslu á X síðu sína eða fyrrum Twitter í gær eftir leik liðsins við Arsenal.
Palace og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni þar sem Jean-Philippe Mateta skoraði jöfnunarmarkið undir lok leiks.
Sigurinn gerir heldur betur mikið fyrir Liverpool sem þarf nú aðeins eitt stig til viðbótar til að tryggja enska titilinn.
,,Verði ykkur að góðu, Liverpool,“ skrifaði Palace á X síðu sína og hefur færslan vakið mikla kátínu.
Hana má sjá hér.
You’re welcome Liverpool…#CPFC
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) April 23, 2025